Sterkir Skagamenn eru orðnir 100 talsins

Félagsskapurinn Sterkir Skagamenn , sem hefur það að markmiði að styðja fjárhagslega og félagslega við Knattspyrnufélag ÍA, hefur náð þeim markverða áfanga að meðlimir eru orðnir 100 talsins í dag.
Það er enginn annar en Arnór Sigurðsson , fyrrum leikmaður ÍA og núverandi leikmaður CSKA Moskva , sem er hundraðasti meðlimur félagsins.
Félagið vill þakka honum og öllum þeim sem hafa skráð sig í félagsskapinn og þannig stuðlað að myndarlegum stuðingi við KFÍA.
Sterkir Skagamenn eru í dag orðnir næst stærsti fjárhagslegi bakhjarl KFÍA á eftir Norðuráli, sem einnig hefur stutt vel við bakið á KFÍA í mörg ár.
Sterkir Skagamenn eru hvergi nærri hættir að safna meðlimum og hvetja velunnara KFÍA, sem geta og vilja, að slást í hópinn.
Nánar er hægt að lesa um félagsskapinn á heimasíðu KFÍA https://kfia.is/sterkirskagamenn og félagið heldur út facebooksíðunni https://www.facebook.com/groups/SterkirSkagamenn/
Fréttin birtist á vef Skagafrétta og þökkum við þeim fyrir góða umfjöllun.





