Síðari hluti aðalfundar KFÍA 2024
Mánudaginn 17. febrúar nk. kl. 20 í hátíðarsalnum í Íþróttamiðstöðinni að Jaðarsbökkum
Á aðalfundi félagsins í febrúar 2024 var tekin ákvörðun um að halda aðalfund í tvennu lagi, fyrri hluta aðalfundar fyrir 15. nóvember ár hvert og síðari hluta aðalfundar fyrir 20. febrúar ár hvert.
Síðari hluti aðalfundar Knattspyrnufélags ÍA verður haldinn mánudaginn 17. febrúar nk. kl. 20 í hátíðarsalnum í Íþróttamiðstöðinni að Jaðarsbökkum. Dagskrá verður skv. 8. grein laga félagsins sem má sjá á heimasíðu félagsins og er þessi:
• Skýrsla stjórnar.
• Ársreikningur.
• Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir komandi rekstrarár.
• Lagabreytingar.
• Kosning endurskoðunarskrifstofu.
• Kosning þriggja manna í fagráð.
• Kosning þriggja manna í kjörnefnd.
• Ákvörðun um félagsgjald.
• Heiðursviðurkenningar.
• Önnur mál.
Aðalfundur var fyrst auglýstur á facebook síðu félagsins 31. janúar 2025.








