Árgangamót ÍA 2024
Árgangamót ÍA verður haldið laugardaginn 9. nóvember!
Aldurstakmark karla megin er frá 94 árganginum og kvenna megin er frá 98 árganginum.
Leyfilegt er að sameina árganga aðeins ef að ekki næst að fullmanna árgang.
Ef einhver veit ekki um tengilið árgangs þá er hægt að senda póst á palli@ia.is til að fá frekari upplýsingar.
Fyrirkomulag móts er 4 útileikmenn + 1 markmaður (mælt er með góðum hópi varamanna)
Dagskrá:
11:30 - Höllin opnar
12:00 - Mótið hefst
13:00 - Vítaspyrnukeppni fyrir yngri kynslóðina.
14:00 - Vítaspyrnukeppni fyrir fullorðna.
Gleði mun vera um kvöldið á Nítjándu:
19:00 - Húsið opnar
19:30 - Borðhald hefst
20:15 - Verðlaunaafhending
22:00 - Skemmtiatriði
Það eru allir löglegir sem búa á Akranesi eða nágrenni og allir þeir sem hafa einhverntímann spilað með einhverjum flokkum ÍA ⚽