Skagamenn gerðu jafntefli á útivelli
Í kvöld spilaði ÍA í Pepsi Max deild karla
þegar liðið heimsótti Grindavík
á Grindavíkurvöll.
Bæði lið fengu sín marktækifæri og mikil barátta var í leiknum. Skagamenn skoruðu um miðjan fyrri hálfleik þegar Hörður Ingi Gunnarsson
skoraði með föstu skoti eftir fyrirgjöf frá Jóni Gísla Eyland Gíslasyni
. Grindavík náði að jafna leikinn skömmu síðar. Grindvíkingar voru meira með boltann án þess að skapa sér hættuleg færi gegn geysisterkri vörn ÍA.
Skagamenn áttu svo ágætar skyndisóknir í leiknum en náðu ekki að nýta þær þegar á reyndi. Leikurinn endaði þannig með 1-1 jafntefli. Strákarnir náðu dýrmætu stigi og eru í þriðja sæti deildarinnar með 21 stig.
Næsti leikur ÍA er við KA
sem fram fer á Akureyrarvelli á sunnudaginn.






















