Margt nýtt
Ný heimasíða, nýir ársmiðar og nýtt tímabil að hefjast!

Í dag fór ný heimasíða í loftið. Verið er að leggja lokahönd á að færa allar upplýsingar inn, en aðalmálið er að miðasala ársmiða gat ekki beðið lengur vegna fjölda fyrirspurna!
Það var tekinn nýr vinkill á uppsetningu ársmiða í ár. Byrjað var á því að láta miðana gilda á alla meistaraflokksleiki félagsins, hvort sem um er að ræða leiki hjá strákunum eða stelpunum. Við viljum sjá alla á öllum leikjum. Svo einfalt er það! Liðin þurfa á miklum stuðning að halda í sumar og nú er engin fyrirstaða fyrir ársmiðahafa að sækja alla leiki.
Önnur nýjung er "Framtíðin". Hér er verið að stuðla að yngri stuðningsmanninum. Við viljum bjóða ykkur að koma á völlinn og styðja strákana og stelpurnar áfram án þess að þynna veskið óþarflega mikið út, stuðningur ykkar og sýnileiki er það sem skiptir máli hér. Því eru allir á aldursbilinu 16-21 árs hvattir til að fá sér Framtíðarmiða og sýna liðinu ykkar þann stuðning sem það á skilið!
Einnig minnum við á Sterka Skagamenn, félagsskapur sem var stofnaður í fyrra. Hér er um að ræða ört vaxandi hóp sem er orðinn einn stæðsti styrktaraðili félagsins í dag. Sterkir Skagamenn eru með móttöku fyrir hvern heimaleik þar sem farið er yfir komandi leik, ýmsir gullmolar skoðaðir úr sögunni og mörgum áhugaverðum gestum er boðið á leiki. Skráning í Sterka Skagamenn fer fram undir þess nefndum flipa hér að ofan, en þar er einnig hægt að sækja frekari upplýsingar.
Hlökkum til að sjá ykkur vellinum í sumar. Áfram ÍA!






