Yfirlýsing frá Knattspyrnufélagi ÍA vegna ummæla leikmanns á Twitter

Knattspyrnufélagi ÍA hefur borist úrskurður aga- og úrskurðarnefnd KSÍ dagsett 22. september sl. Málið varðar ósæmilega framkomu í formi ummæla sem leikmaður ÍA viðhafði á twitter síðu sinni þann 17. september 2020 í tengslum við leik ÍA og Val í Pepsi Max deild karla þann sama dag. Þar sem í úrskurði aga- og úrskurðarnefndar KSÍ koma ekki fram mikilvæg sjónarmið Knattspyrnufélags ÍA sem félagið sendi til nefnarinnar í greinargerð þá vill félagið árétta eftirfarandi:
Leikmaðurinn sá að sér og eyddi twitter færslu sem um ræðir strax sama kvöld og hún var birt. Knattspyrnufélag ÍA og sá leikmaður sem um ræðir biðjast afsökunar á þeirri framkomu sem um ræðir. Hún var á engan hátt í samræmi við gildi Knattspyrnufélags ÍA og harmar félagið þá neikvæðu umfjöllun sem málið hefur haft í för með sér.
Einnig vill Knattspyrnufélag ÍA upplýsa að leikmaðurinn sem um ræðir er samningsbundinn félaginu en hefur ekki geta leikið eftir alvarleg meiðsli sem hann hlaut á síðasta keppnistímabili.






