Góð mæting á leiki ÍA í Pepsi Max deild karla
Góð mæting var á leiki ÍA í Pepsi Max deild karla
í sumar. Á leiki ÍA mættu að meðaltali 1057
áhorfendur á hvern leik. Þetta er besta mæting á leiki ÍA í efstu deild karla síðan 2012 en þá mættu 1280 manns að meðaltali á hvern leik.
Alls mættu 134.354 áhorfendur á leikina 132 í Pepsi Max deild karla 2019, sem gerir 1.018 manns að meðaltali á hvern leik. Flestir mættu á heimaleiki Íslandsmeistara KR, eða 1.623 að jafnaði, en alls voru 7 af félögunum 12 í deildinni með yfir eitt þúsund áhorfendur að meðaltali á sína heimaleiki.
Ellefta umferðin reyndist sú best sótta en meðalaðsóknin að leikjum þeirrar umferðar var 1.368. Alls var meðalaðsóknin yfir eitt þúsund í 14 umferðum af 22, en þó í aðeins einni umferð af síðustu sjö.
| Félag | Meðaltal |
| KR | 1.623 |
| Breiðablik | 1.318 |
| FH | 1.206 |
| Fylkir | 1.141 |
| Valur | 1.110 |
| ÍA | 1.057 |
| Stjarnan | 1.026 |
| Víkingur | 982 |
| HK | 874 |
| KA | 819 |
| Grindavík | 579 |
| ÍBV | 479 |
| Alls | 1.018 |






















