Fyrsti sigur á FH í efstu deild karla í 14 ár
ÍA og FH mættust á Norðurálsvellinum

Í kvöld fór fram fjórði leikur ÍA í Pepsi Max-deild karla
þegar liðið fékk FH
í heimsókn. Um mikinn baráttuleik var að ræða þar sem Skagamenn börðust um hvern bolta og voru mjög skipulagðir í sínum leik.
Bæði lið fengu góð marktækifæri í leiknum en Skagamenn gerðu sér lítið fyrir og sigruðu firnasterkt lið FH á heimavelli. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2005 sem ÍA vinnur FH í efstu deild karla. Leikurinn endaði 2-0 og bæði mörk ÍA gerði Bjarki Steinn Bjarkason
. Mörkin voru lögð upp af Tryggva Hrafni Haraldssyni
og Steinari Þorsteinssyni
.
Tímabilið byrjar þannig einstaklega vel og er ekki úr vegi að hrósa strákunum
og Jóa Kalla
fyrir frábæran og vel skipulagðan leik. Einnig er full ástæða til að þakka þeim fjölmörgu áhorfendum sem mættu til að styðja strákana í þessum leik.
Hér að neðan má sjá Bjarka Stein Bjarkason
, sem valinn var maður leiksins, og Magnús Guðmundsson
formann KFÍA.







