Fréttatilkynning frá Knattspyrnufélagi ÍA 

Tjörvi Guðjónsson • October 17, 2019

Sigurður Jónsson verður afreksþjálfari félagsins

Knattspyrnufélag ÍA hefur gert samning við Sigurð Jónsson um að taka að sér starf afreksþjálfara hjá KFÍA. Sigurður hefur verið lykilmaður í starfi félagsins undanfarin ár, sem aðstoðarþjálfari mfl. karla, þjálfari 2. flokks karla ásamt því að sinna öðrum verkefnum á vegum KFÍA. Með starfi afreksþjálfara vill KFÍA leggja enn meiri áherslu á afreksþjálfun og enginn er betur til þess fallinn að skipuleggja það starf en Sigurður Jónsson. Markmið afreksþjálfara verður að móta knattspyrnumenn framtíðarinnar og tryggja endurnýjun á meðal uppaldra leikmanna. Þá er einnig hlutverk afreksþjálfara að vinna náið með öðrum þjálfurum félagsins sem og styrkja leikmannahópinn með ungum leikmönnum. Þá verður Sigurður áfram þjálfari 2. flokks karla í samstarfi við Elinberg Sveinsson.

Sigurður er margreyndur landsliðsmaður og atvinnumaður, auk þess að eiga að baki 76 leiki með mfl. ÍA. Sigurður hefur þjálfað mörg lið og þar á meðal lið Djurgården í sænsku úrvalsdeilinni og skilaði hann liðinu í annað sæti deildarinnar. Undanfarin ár hefur Sigurður starfað innan raða Knattspyrnufélags ÍA með frábærum árangri, meðal annars gert 2. flokk karla að Íslandsmeisturum tvö ár í röð. B lið 2. flokks karla varð einnig Íslandsmeistari í ár og er mjög fágætt að sama félag eigi Íslandsmeistara bæði í A og B liðum í þessum aldursflokki. 2. flokkur karla er svo þessa dagana að taka þátt í Unglingadeild UEFA í fyrsta sinn, þeir eiga útileik í næstu viku á móti Levadia frá Eistlandi eftir frábæran 4-0 heimasigur.

Magnús Guðmundsson , formaður KFÍA, lýsti yfir mikilli ánægju með að búið væri að ganga frá samningi við Sigurð „Við erum rosalega ánægð með nýjan afreksþjálfara og hlökkum mikið til að sjá Sigurð móta starfið til framtíðar sem við trúum að skili sér í frábærum árangri sem og frábærum knattspyrnumönnum. Þá viljum við halda áfram þeirri vegferð sem afreksstarf okkar er á og tryggja aðkomu Sigurður að því til framtíðar. Við teljum að árangur okkar Skagamanna til lengri tíma litið mótist af afreksstarfi okkar.”

„Ég er Skagamaður, þetta er klúbburinn minn og ég er mjög stoltur að fá tækifæri til að móta þetta áhugaverða starf sem klúbburinn hefur falið mér“ segir Sigurður Jónsson . „Ég hef mikinn metnað fyrir því að móta afreksstarf knattspyrnufélagsins til framtíðar og ég vona að fá tækifæri til þess að móta unga leikmenn sem munu skila sér inn í íslenska sem og erlenda knattspyrnu. Ég hlakka mikið til“

By Páll Guðmundur Ásgeirsson January 6, 2026
Skráning iðkenda fyrir árið 2026 er hafin Skráning fyrir komandi tímabil er nú opin í Abler. Við hvetjum forráðamenn og iðkendur til að ganga frá skráningu sem fyrst. Viðbótarþjónusta við eldri flokkana Í 2. , 3. og 4. flokki, drengja og stúlkna, geta iðkendur nú skráð sig í viðbótar styrktarþjálfun einu sinni í viku með styrktarþjálfurum félagins. Tvö tímabil verða í boði: Annars vegar Janúar-Maí 2026 og hins vegar September-Desember 2026. Athugið að áfram verður grunn styrktar- og þolþjálfun fyrir 3. og 2. flokk, drengja og stúlkna, undir handleiðslu þjálfara flokkanna tvisvar sinnum í viku Keppnistreyja 26/27 nú innifalin í æfingagjöldum Allir iðkendur í 7. flokki og eldri eiga nú rétt á einni keppnistreyju, merktri iðkanda, annað hvert ár. Keppnistreyju fá iðkendur á því ári sem ný keppnistreyja er gefin út en hitt árið fá iðkendur ÍA-peysu líkt og verið hefur. Bæði treyjan og peysan eru innifaldar í æfingagjöldum. Æfingar 8. flokks á leikskólatíma halda áfram Það gleður okkur afar mikið að segja frá því að þróunarverkefni ÍA og leikskólanna á Akranesi varðandi æfingar leikskólabarna á leikskólatíma heldur áfram eftir áramót. Alls tóku um 150 krakkar á aldrinum 4–5 ára þátt í æfingunum, eða þrír af hverjum fjórum börnum í þessum árgöngum á Akranesi. Algjörlega magnað og frábær þátttaka. Þjálfarateymi yngri flokka: Nýr yfirþjálfari 5. flokks og yngri (drengja og stúlkna) er Gísli Freyr Brynjarsson. Aron Ýmir Pétursson mun leiða þjálfun 11 manna bolta drengja og Skarphéðinn Magnússon mun leiða þjálfun 11 manna bolta stúlkna. Uppfærð æfingatafla er nú aðgengileg á heimasíðu KFÍA undir síðunni “Yngri flokkar”. Hér er hægt að skoða framboð æfinga á Abler: www.abler.io/shop/kfia
By Sverrir Már Smárason November 12, 2025
Fyrri hluti aðalfundar KFÍA fyrir árið 2025 fór fram í gær, 11. nóvember. Fín mæting var á fundinn þar sem dagskrá var eftirfarandi: - Kosning fundarstjóra og fundarritara​ - Farið yfir helstu lykiltölur og lýsandi tölfræði sumarsins í innra og ytra starfi félagsins​ - Kosning þriggja manna í barna- og unglingaráð til tveggja ára sömu ár og formaðurráðsins er kosinn, en þriggja manna þau ár sem formaður ráðsins er ekki kosinn.​ - Þjálfarar meistaraflokka gera upp ný yfirstaðið tímabil​ - Formaður barna- og unglingaráðs fer yfir starf og árangur yngri flokka sumarsins og framkvæmd Norðurálsmótsins​ - Önnur mál. Breytingar verða á stjórn Barna- og unglingaráðs. Þar kveðja Örn Arnarson og Aðalheiður Rósa Harðardóttir. KFÍA þakkar þeim kærlega fyrir samstarfið og óeigingjarnt starf í þágu félagsins. Í stað þeirra koma inn í ráðið Laufey Jóhannsdóttir og Svava Mjöll Viðarsdóttir. Barna- og unglingaráð félagsins: Anna María Þórðardóttir – formaður Arna Björk Ómarsdóttir, ritari Almar Viðarsson Eggert Kári Karlsson Laufey Jóhannsdóttir Ólafur Valur Valdimarsson Svava Mjöll Viðarsdóttir Aðalstjórn félagsins helst óbreytt og er eftirfarandi: Eggert Herbertsson – formaður Linda Dagmar Hallfreðsdóttir - varaformaður Lilja Gunnarsdóttir - ritari Anna María Þórðardóttir – formaður Barna- og unglingaráðs Ármann Smári Björnsson Ellert Jón Björnsson Jóhannes H. Smárason Lára Dóra Valdimarsdóttir Sturlaugur Haraldsson  Að auki fékk Ingi Þór Sigurðsson viðurkenningu fyrir að hafa leikið 100 leiki fyrir félagið en hann náði þeim áfanga á tímabilinu.
By Sverrir Már Smárason October 21, 2025
Þriðjudaginn 11. nóvember kl. 20:00
By Sverrir Már Smárason May 29, 2025
Sumartafla KFÍA tekur gildi 10. júní og sumarstarfið fer á fullt!
By Páll Guðmundur Ásgeirsson April 25, 2025
Félagsfundur um vallarmál KFÍA á Jaðarsbökkum. Á aðalfundi félagsins sem haldinn var í febrúar síðastliðnum var samþykkt að boða til sérstaks félagsfundar um vallarmál KFÍA á Jaðarsbökkum. Fundurinn verður haldinn í hátíðarsalnum á Jaðarsbökkum, þriðjudaginn 29. apríl kl. 18:00. Dagskrá fundar: 1. Ávarp stjórnar KFÍA 2. Ávarp formanns bæjarráðs 3. Samantekt áhugahóps um íþróttasvæðið á Jaðarsbökkum. 4. Umræður og fyrirspurnir
By Sverrir Már Smárason February 20, 2025
Friðþjófur Helgason, Magnea Guðlaugsdóttir og Halldór Fr. Jónsson.
By Ingimar Elí Hlynsson February 13, 2025
Aðalfundur Knattspyrnufélags ÍA verður haldinn mánudaginn 17. febrúar nk. kl. 20:00 í fundarsalnum í Íþróttamiðstöðinni að Jaðarsbökkum. Dagskrá verður skv. 8. grein laga félagsins sem finna má á heimasíðunni. Stjórn Knattspyrnufélags ÍA samþykkti ársreikning félagsins á stjórnarfundi 11. febrúar sl. og má finna slóð á hann hér að neðan. Ársreikningurinn verður borinn upp til samþykktar á aðalfundi sem og meðfylgjandi rekstraráætlun fyrir árið 2025. Þá er einnig birt ársskýrsla Knattspyrnufélags ÍA fyrir starfsárið 2024. Ársskýrsla 2024 Ársreikningur 2024 til samþykktar á aðalfundi Rekstraráætlun 2025
By Sverrir Már Smárason February 5, 2025
Mánudaginn 17. febrúar nk. kl. 20 í hátíðarsalnum í Íþróttamiðstöðinni að Jaðarsbökkum
By Páll Guðmundur Ásgeirsson January 8, 2025
Hér að neðan sjást vinningsnúmer í Happdrættinu
By Páll Guðmundur Ásgeirsson December 16, 2024
Jólahappdrætti Knattspyrnufélags ÍA er farið af stað! Sögulegt verðmæti vinninga er 2.704.398kr. Samtals verður dregið um 60 vinninga, 30 frábærir stakir vinningar og 30 veglegir pakkavinningar. Miðinn kostar litlar 2.500 kr og það er til mikils að vinna. Dregið úr seldum miðum á þrettándanum, 6. Janúar 2025. Við þökkum öllum kærlega fyrir stuðninginn. Áfram ÍA Hér má sjá uppfærða vinningaskrá!
Show More