Allar æfingar hjá KFÍA falla niður - Heimaæfingar í Sportabler verða sendar á iðkendur

Í ljósi nýrra aðstæðna í öllu íþróttastarfi þá er ljóst að það verða ekki venjulegar æfingar sem KFÍA getum boðið uppá næstu vikurnar.
Við hjá KFIA muna halda áfram að senda út heimaæfingar og verkefni í gegnum Sportabler sem okkar iðkendur geta gert heima. Við hvetjum foreldra og forráðamenn til að hjálpa okkur að miðla æfingum til krakkana og hvetja þau áfram.
Ef iðkendur vilja fá ráð eða hafa einhverjar spurningar til þjálfara þá ekki hika við að hafa samband við þá.
Hér að neðan er sameiginleg tilkynning sem barst frá ÍA og Akraneskaupstað þann 20.mars.
Tilkynning frá Akraneskaupstað og ÍA
Þann 20. mars sl. bárust yfirlýsingar frá heilbrigðisráðuneyti í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneyti og frá ÍSÍ og UMFÍ varðandi íþróttastarfsemi á landinu á meðan á farsótt stendur.
Akraneskaupstaður og ÍA vilja að öllu leyti fara að tilmælum þessara aðila og sóttvarnarlæknis og því mun formlegt íþróttastarf á Akranesi falla niður um óákveðinn tíma.
Tilkynningu ÍSÍ og UMFÍ er að finna á heimasíðu ÍSÍ http://isi.is/frettir/frett/2020/03/20/Allt-ithrottastarf-fellur-nidur/ en í henni kemur m.a. fram að:
- hlé verði gert á öllu íþrótta- og æskulýðsstarfi barna og ungmenna, sem felur í sér blöndun hópa, nálægð við aðra og snertingu, þar til takmörkun skólastarfs lýkur
- hlé verði einnig gert á starfi fullorðinna sem felur í sér snertingu eða nálægð milli iðkenda sem er minni en 2 metrar
- sameiginleg notkun á hverskonar búnaði til íþróttaiðkunar boltum, dýnum, rimlum, handlóðum, skíðalyftum og margs fleira án góðrar sótthreinsunar á milli notkunar einstaklinga er mjög varasöm og ekki í anda fyrirmæla um sóttvarnir
- í flestum íþróttum er nánast ómögulegt að æfa eða keppa
- tekið verði hlé í æfingum og keppnum á vegum sambandsins og aðildarfélaga þeirra á meðan samkomubann varir
- Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og UMFÍ treystir því að öll íþróttahreyfingin muni fara að þessum afgerandi tilmælum og að allt íþróttastarf falli tímabundið niður
- félög haldi áfram að þjónusta sína iðkendur með þeim hætti sem mögulegt er, með fjar- og heimaæfingum
Að teknu tilliti til þessara tilmæla sjá Akraneskaupastaður og ÍA, f.h. aðildarfélaga sinna sér ekki fært annað en að fella niður ótímabundið, allt formlegt íþróttastarf á Akranesi.






