
Fyrri hluti aðalfundar KFÍA fyrir árið 2025 fór fram í gær, 11. nóvember. Fín mæting var á fundinn þar sem dagskrá var eftirfarandi: - Kosning fundarstjóra og fundarritara - Farið yfir helstu lykiltölur og lýsandi tölfræði sumarsins í innra og ytra starfi félagsins - Kosning þriggja manna í barna- og unglingaráð til tveggja ára sömu ár og formaðurráðsins er kosinn, en þriggja manna þau ár sem formaður ráðsins er ekki kosinn. - Þjálfarar meistaraflokka gera upp ný yfirstaðið tímabil - Formaður barna- og unglingaráðs fer yfir starf og árangur yngri flokka sumarsins og framkvæmd Norðurálsmótsins - Önnur mál. Breytingar verða á stjórn Barna- og unglingaráðs. Þar kveðja Örn Arnarson og Aðalheiður Rósa Harðardóttir. KFÍA þakkar þeim kærlega fyrir samstarfið og óeigingjarnt starf í þágu félagsins. Í stað þeirra koma inn í ráðið Laufey Jóhannsdóttir og Svava Mjöll Viðarsdóttir. Barna- og unglingaráð félagsins: Anna María Þórðardóttir – formaður Arna Björk Ómarsdóttir, ritari Almar Viðarsson Eggert Kári Karlsson Laufey Jóhannsdóttir Ólafur Valur Valdimarsson Svava Mjöll Viðarsdóttir Aðalstjórn félagsins helst óbreytt og er eftirfarandi: Eggert Herbertsson – formaður Linda Dagmar Hallfreðsdóttir - varaformaður Lilja Gunnarsdóttir - ritari Anna María Þórðardóttir – formaður Barna- og unglingaráðs Ármann Smári Björnsson Ellert Jón Björnsson Jóhannes H. Smárason Lára Dóra Valdimarsdóttir Sturlaugur Haraldsson Að auki fékk Ingi Þór Sigurðsson viðurkenningu fyrir að hafa leikið 100 leiki fyrir félagið en hann náði þeim áfanga á tímabilinu.

Félagsfundur um vallarmál KFÍA á Jaðarsbökkum. Á aðalfundi félagsins sem haldinn var í febrúar síðastliðnum var samþykkt að boða til sérstaks félagsfundar um vallarmál KFÍA á Jaðarsbökkum. Fundurinn verður haldinn í hátíðarsalnum á Jaðarsbökkum, þriðjudaginn 29. apríl kl. 18:00. Dagskrá fundar: 1. Ávarp stjórnar KFÍA 2. Ávarp formanns bæjarráðs 3. Samantekt áhugahóps um íþróttasvæðið á Jaðarsbökkum. 4. Umræður og fyrirspurnir

Aðalfundur Knattspyrnufélags ÍA verður haldinn mánudaginn 17. febrúar nk. kl. 20:00 í fundarsalnum í Íþróttamiðstöðinni að Jaðarsbökkum. Dagskrá verður skv. 8. grein laga félagsins sem finna má á heimasíðunni. Stjórn Knattspyrnufélags ÍA samþykkti ársreikning félagsins á stjórnarfundi 11. febrúar sl. og má finna slóð á hann hér að neðan. Ársreikningurinn verður borinn upp til samþykktar á aðalfundi sem og meðfylgjandi rekstraráætlun fyrir árið 2025. Þá er einnig birt ársskýrsla Knattspyrnufélags ÍA fyrir starfsárið 2024. Ársskýrsla 2024 Ársreikningur 2024 til samþykktar á aðalfundi Rekstraráætlun 2025















