Margt Smátt Mótið

Margt Smátt mótið 2024


Margt Smátt mótið er dagsmót fyrir stúlkur og drengi í 6. og 7. flokk. Mótið er haldið á þremur mismunandi helgum fyrir mismunandi aldur. Mótið er þannig sett upp að hver aldur er ekki lengur á staðnum en hámark 2 klukkustundir.


Mótið er spilað inn í Akraneshöllinni.


Þátttökugjald er 3.000 krónur á mann.


Spilaður er 7 manna bolti í 6. Flokk KK en 5 manna bolti í öðrum flokkum.


Glaðningur er fyrir þáttakendur í lok móts.


Frekari upplýsingar og skráning hjá skarphedinn@ia.is


Mót fyrir 6. flokk drengja verður 11. febrúar (Skráningafrestur til 5. febrúar)


Mót fyrir 7. flokk drengja verður 25. febrúar (Skráningafrestur til 19. febrúar)


Mót fyrir 6. og 7. flokk stúlkna verður 3. mars (Skráningafrestur til 26. febrúar)


Sterkir Skagamenn

Sterkir Skagamenn er skemmtilegur félagsskapur sem hefur það að meginmarkmiði að vera kröftugur fjárhagslegur og félagslegur stuðningsaðili og bakhjarl KFÍA. 

Árgjald félagsins er kr. 100.000,- , eða 8.500 kr. á mánuði, sem að öllu leyti er ráðstafað til stjórnar KFÍA. 

Innifalið í árgjaldinu er miði á alla leiki meistaraflokks karla og kvenna, þar sem hver félagsmaður getur boðið með sér einum gesti. Þá mun félagsskapurinn standa fyrir móttökum fyrir leiki á Íslandsmóti og fleiri viðburðum sem ræðst af vilja félagsmanna.
Share by: