Um KFÍA

Um Knattspyrnufélag ÍA

Hér má finna allar helstu upplýsingar um félagið

Helstu upplýsingar

Lög Knattspyrnufélags ÍA


1. grein

Félagið heitir Knattspyrnufélag ÍA, skammstafað KFÍA. Aðsetur þess og heimili er á Akranesi.


2. grein

Markmið og tilgangur félagsins er að iðka knattspyrnu, efling knattspyrnu-, æskulýðs- og

félagsmála svo og að stuðla að bættri aðstöðu til iðkunar knattspyrnu á Akranesi.


3. grein

Markmiðum sínum hyggst félagið ná með því að:

• Sjá iðkendum innan vébanda KFÍA fyrir góðri knattspyrnuþjálfun vel menntaðra

þjálfara.

• Standa fyrir og taka þátt í knattspyrnumótum.

• Halda uppi fræðslu og vönduðu félagslífi þar sem áhersla er lögð á heilbrigt líf og vinna

gegn vímuefnanotkun.

• Leggja áherslu á fagleg og góð vinnubrögð í uppeldisstarfi sínu, fræðslu og þjálfun.

• Standa fyrir nauðsynlegri uppbyggingu íþróttamannvirkja eða rekstri þeirra eftir því

sem ákveðið er hverju sinni.


4. grein

Félagi getur hver sá orðið sem óskar þess enda greiði hann félags- og/eða iðkendagjald. Sérstakt

félagatal skal haldið af skrifstofu. Tilkynningu um félagsaðild og úrsögn úr félaginu skal skila

skriflega til skrifstofu. Félagsgjald skal ákveðið á aðalfundi.


5. grein

Með stjórn félagsins fara:

• Aðalfundur.

• Stjórn félagsins.

Milli aðalfunda fer stjórn félagsins með stjórnun og stefnumótun þess innan ramma laga

félagsins. Undir stjórn starfar barna- og unglingaráð. Stjórn setur barna- og unglingaráði

starfsreglur og afmarkar starfssvið þess. Stjórn ræður framkvæmdastjóra, þjálfara m.fl. karla og

kvenna auk yfirþjálfara og felur framkvæmdastjóra ráðningar á öðrum starfsmönnum. Stjórn

annast gerð fjárhagsáætlunar fyrir félagið í samráði við framkvæmdastjóra og staðfestir öll

útgjöld sem ekki er gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun.

Stjórn félagsins er heimilt að skipa þriggja manna framkvæmdastjórn, formanns og tveggja

annarra stjórnarmanna, sem starfar með framkvæmdastjóra á milli stjórnarfunda.

Framkvæmdastjórn er heimilt að taka ákvarðanir sem varða félagið og rúmast innan

fjárhagsáætlunar. Þá er stjórn heimilt að skipa verkefnahópa til að sjá um einstök verkefni á

vegum félagsins.


6. grein

Stjórn félagsins skipa níu aðilar. Barna- og unglingaráð skipa sjö aðilar. Einnig skal kjósa þrjá

aðila í fagráð.

Kosning skal fara þannig fram:

a) Kosning formanns til tveggja ára í senn.

b) Kosning fjögurra manna í stjórn til tveggja ára sömu ár og formaður er kosinn, en þriggja

manna auk formanns barna- og unglingaráðs þau ár sem formaður stjórnar er ekki

kosinn.

c) Kosning þriggja manna í barna- og unglingaráð til tveggja ára sömu ár og formaður

ráðsins er kosinn, en þriggja manna þau ár sem formaður ráðsins er ekki kosinn.

d) Kosning þriggja manna í fagráð til eins árs í senn.

e) Kosning þriggja manna í kjörnefnd til eins árs í senn.

Komi til þess að aðili segi sig úr stjórn eða barna- og unglingaráði áður en kjörtímabili

viðkomandi lýkur, skal stjórn félagsins heimilt, að höfðu samráði við kjörnefnd, að skipa nýjan

aðila í stjórn eða barna- og unglingaráð til bráðabirgða fram að næsta aðalfundi.


7. grein

Aðalfundur hefur æðsta ákvörðunarvald í öllum málefnum félagsins. Skal hann haldinn eigi

síðar en 20. febrúar ár hvert. Til fundarins skal boða með a.m.k. tveggja vikna fyrirvara og skal

fundurinn auglýstur með opinberum hætti með auglýsingu og á heimasíðu félagsins.

Aðalfundurinn telst lögmætur ef löglega er til hans boðað og a.m.k. 20 félagar mæta á fundinn.

Ef ekki mæta 20 félagar á fundinn skal boða til nýs fundar og telst hann löglegur ef löglega er

til hans boðað. Á milli aðalfunda skal vera starfandi þriggja manna kjörnefnd sem gerir tillögu

til aðalfundar um skipun stjórnar og ráðs.


8. grein

Dagskrá aðalfundar skal vera eftirfarandi:

• Kosning fundarstjóra og fundarritara.

• Skýrsla stjórnar.

• Ársreikningur.

• Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir komandi rekstrarár.

• Lagabreytingar.

• Kosning formanns stjórnar (annað hvert ár).

• Kosning fjögurra manna í stjórn til tveggja ára sömu ár og formaður stjórnar er kosinn,

en þriggja manna auk formanns barna- og unglingaráðs þau ár sem formaður stjórnar er

ekki kosinn.

• Kosning formanns barna- og unglingaráðs (annað hvert ár).

• Kosning þriggja manna í barna- og unglingaráð til tveggja ára sömu ár og formaður

ráðsins er kosinn, en þriggja manna þau ár sem formaður ráðsins er ekki kosinn.

• Kosning endurskoðunarskrifstofu.

• Kosning þriggja manna í fagráð.

• Kosning þriggja manna í kjörnefnd.

• Ákvörðun um félagsgjald.

• Heiðursviðurkenningar.

• Önnur mál.

Á aðalfundi ræður einfaldur meirihluti úrslitum mála, nema þegar um er að ræða tillögur til

breytinga á lögum félagsins, en þær verða að samþykkjast af 2/3 atkvæðisbærra fundarmanna.

Kosningar skulu vera skriflegar, ef þess er óskað. Séu atkvæði jöfn við stjórnarkjör skal kosning

endurtekin. Verði atkvæði enn jöfn skal hlutkesti ráða.

Rétt til setu á aðalfundi  með atkvæðisrétt, tillögurétt og málfrelsi hafa allir skráðir félagar sem

greitt hafa félagsgjald til félagsins og eru skuldlausir við það.

Einungis lögráða félagsmenn eru kjörgengir til stjórnarstarfa eða setu í ráðum. 


9. grein

Aukaaðalfund má halda ef stjórn félagsins telur þess þörf eða ef ¼ skráðra félaga óskar eftir

því. Aukaaðalfundur er lögmætur ef löglega er til hans boðað sbr. 7. gr. Aukaaðalfundur getur

tekið ákvörðun um öll málefni félagsins, nema lagabreytingar. Stjórnarkosning skal þó ekki fara

fram á aukaaðalfundi nema réttkjörin stjórn sé af einhverjum ástæðum óstarfhæf og

skal umboð slíkrar stjórnar einungis ná fram að næsta aðalfundi. 


10. grein

Reikningar félagsins miðast við almanaksárið og skulu þeir endurskoðaðir og liggja frammi á

skrifstofu eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund.


11. grein

Heimilt er stjórn félagsins að vísa hverjum þeim úr félaginu er brýtur lög þess, gerist sekur um

óprúðmannlega framkomu eða vinnur gegn hagsmunum þess. Ákvörðun stjórnar skal lögð fyrir

næsta aðalfund til staðfestingar.


12. grein

Félagið skal vera aðili að Íþróttabandalagi Akraness (ÍA) og leika undir nafni þess. Búningur

félagsins skal vera gul treyja, svartar buxur og svartir sokkar.


13. grein

Tillaga til slita á Knattspyrnufélagi ÍA þarf samþykki 4/5 hluta atkvæðisbærra manna á

aðalfundi eða aukaaðalfundi félagsins.Til þess að unnt sé að taka tillögu um slit félagsins á 

aðalfundi eða aukaaðalfundi félagsins þarf tillaga um slíkt að koma fram í fundarborði.

Verði tillaga um slit samþykktu skulu eignir félagsins renna til Íþróttabandalags Akranes. 


14. grein

Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi eða og þarf til þess samþykki 2/3

hluta fundarmanna. Tillögur um lagabreytingar skulu liggja frammi á skrifstofu eigi síðar en

sjö dögum fyrir aðalfund. Með samþykki 2/3 hluta aðalfundarmanna er

heimilt að taka fyrir á aðalfundi tillögu um breytingu á lögum félagsins.


15. grein

Lög þessi öðlast þegar gildi.



Samþykkt á aðalfundi þann 19. nóvember 2009, með breytingum á aðalfundi 18. febrúar 2020

og aðalfundi 18. febrúar 2021.





Heiðursfélagar

Heiðursfélagar Knattspyrnufélags ÍA eiga það allir sammerkt að hafa lyft grettistaki í starfsemi félagsins hvort sem er innan eða utan vallar.


Eftirtaldir hafa verið valdir heiðursfélagar KFÍA:


Ríkharður Jónsson

Guðjón Finnbogason

Gunnar Sigurðsson

Haraldur Sturlaugsson

Jón Gunnlaugsson

Edson Arantes do Nascimento (Pele)


Heiðursmerki úr gulli

Heiðursmerki úr gulli má veita þeim félaga sem unnið hefur óumdeilanlega frábært starf í þágu félagsins sem og eigi skemur en 20 ár.


Eftirtaldir hafa hlotið heiðursmerki KFÍA úr gulli:


Gísli Gíslason

Guðjón Guðmundsson

Halldóra Gylfadóttir

Hörður Kári Jóhannesson

Jón Alfreðsson

Karl Þórðarson

Laufey Sigurðardóttir

Ólafur Þórðarson

Sigmundur Ámundason

Steinn Helgason

Örn Gunnarsson 


Heiðursviðurkenning

Stjórn félagsins má veita aðilum, einum eða fleirum, sem starfað hafa vel fyrir félagið svo og þeim sem hún telur ástæðu til að heiðra eða veita viðurkenningu fyrir störf tengd knattspyrnustarfinu. Meirihluti stjórnar skal samþykkja að veita viðurkenninguna.


Eftirtaldir hafa hlotið heiðursviðurkenningu KFÍA:


Arnbjörg Stefánsdóttir

Ágústa Friðriksdóttir

Brandur Sigurjónsson

Dýrfinna Torfadóttir

Einar Brandsson

Haraldur Ingólfsson

Heiðar Mar Björnsson

Helena Rut Steinsdóttir

Jónína Víglundsdóttir

Kjartan Kjartansson

Kristleifur Brandsson

Lárus Ársælsson

Pétur Ottesen

Sigríður Þorsteinsdóttir

Sigrún Ríkharðsdóttir

Sigurður Arnar Sigurðsson

Sæmundur Víglundsson

Þórður Þórðarson (eldri)

Örn Arnarson

Í ágúst 2011 var Minningarsjóður Knattspyrnufélags ÍA stofnaður. Hugmyndin að sjóðnum kom frá fjölskyldu Sigurðar Ingmundarsonar, sem lést sumarið áður, en hann var dyggur stuðningsmaður Skagaliðsins alla tíð og virkur félagsmaður. Við slóum á þráðinn til eins af aðstandendum Sigurðar eða nafna hans Sigurðar Arnar Sigurðssonar og báðum hann að segja okkur frá aðdraganda þess að minningarsjóðurinn var stofnuður.


„Hugmyndin að stofnuninni er í sjálfu sér einföld. Þegar pabbi féll frá var rætt um að afþakka blóm og kransa. Fjölskyldan vildi kaupa slíkt en afþakka annað þar sem í útförum er oft eitt blómahaf sem verður að engu. Hann var mikill stuðningsmaður ÍA og sótti leiki alla ævi. Hann studdi liðið dyggilega og knattspyrna var eitt af hans aðal áhugamálum. Við vildum láta andvirði blóma eða annara minningargjafa renna til einhvers góðs málefnis. Til einhvers sem hann hafði áhuga á og heiðra þannig minningu hans.


Þegar við fórum að ræða þetta kom í ljós að enginn Minningarsjóður var hjá Knattspyrnufélaginu. Við vildum stofna minningarsjóð sem væri ekki eingöngu kenndur við minningu (pabba) heldur Minningarsjóð stuðningsmanna Knattspyrnufélags ÍA. Í þessum hópi er fjöldi fólks sem hefur lagt mikið á sig fyrir ÍA en er ekki sérstaklega minnst fyrir hlutverk sitt. Þetta fólk vildi ekki athygli en gladdist innilega yfir velgengni ÍA manna. Stofnun Minningarsjóðs er einmitt í anda þess. Sjóðurinn mun vonandi halda minningu þessa fólks á lofti og um leið styðja félagið og íþróttina sem þeim var svo hugleikin.” Sagði Sigurður Arnar.


Í kjölfarið var Minningarsjóðnum settar reglur, en hann er aðskilinn bókhaldi KFÍA og uppgjör hans verður kynnt sérstaklega á aðalfundi félagsins á hverju ári. Hér að neðan má svo sjá reglur sjóðsins:


Innan vébanda Knattspyrnufélags ÍA er rekinn sjóður sem nefnist: Minningarsjóður Knattspyrnufélags ÍA. Einstaklingum og fyrirtækjum er heimilt að leggja inn fjárframlag í sjóðinn til minningar um leikmenn eða stuðningsfólk félagsins.


Hlutverk sjóðsins er að styrkja sérstök verkefni Knattspyrnufélags ÍA í tengslum við fræðslu iðkenda eða þjálfara. Stjórn KFÍA er jafnframt stjórn sjóðsins og tekur ákvarðanir um framlög til verkefna.


Ef aðstandendur þeirra sem minnst er með fjárframlagi eru því sammála skulu ákveðin verkefni tengd viðkomandi aðila með þeim hætti að hans er getið við úthlutun framlag.


Sjóðurinn skal láta útbúa minningarkort sem send skulu aðstandendum þeirra sem minnst er.


Fjárreiður sjóðsins skulu varðveittar á sérstökum bankareikningi og bókhald hans og uppgjör vera sjálfstætt, en ársuppgjör sjóðsins skal þó fylgja ársreikningi Knattspyrnufélags ÍA.


Framkvæmdastjóri Knattspyrnufélags ÍA ber ábyrgð á fjárreiðum sjóðsins og ávöxtun.


Stjórn Knattspyrnufélags ÍA hefur á fundi sínum þann 11. ágúst 2011 samþykkt reglur sjóðsins og getur stjórnin breytt þeim með einföldum meirihluta atkvæða eða lagt sjóðinn niður. Verði Minningarsjóðurinn lagður niður skal eignum hans varið í samræmi við tilgang hans.


Minningarsjóðurinn er eins og áður sagði fyrir utan bókhald félagsins. Hægt er að leggja beint inn á hann: 0552-26-400856, kt: 500487-1279. Minningarkort fást líka í Módel og Eymundsson.

Aðalstjórn


Eggert Herbertsson – formaður

Heimir Fannar Gunnlaugsson – varaformaður

Ellert Jón Björnsson - gjaldkeri

Lára Dóra Valdimarsdóttir - ritari

Linda Dagmar Hallfreðsdóttir – formaður Barna-og unglingaráð

Brandur Sigurjónsson 

Hjálmur Dór Hjálmsson (Dró sig úr stjórn 13. maí)

Jónína Víglundsdóttir

Ragnar Gunnarsson

Valdís Eyjólfsdóttir (ný í stjórn í september)


Barna- og unglingaráð / Hlutverk


Linda Dagmar Hallfreðsdóttir – formaður

Kári Steinn Reynisson

Jófríður María Guðlaugsdóttir

Ólafur Arnar Friðriksson

Ívar Orri Kristjánsson

Sædís Alexía Sigmundsdóttir- ritari

Óskar Rafn Þorsteinsson

 

Önnur ráð og nefndir


Fagráð

Sturlaugur Sturlaugsson –  formaður

Maren Ósk Elíasdóttir

Hrefna Rún Ákadóttir


Kjörnefnd

Magnús Daníel Brandsson – formaður

Margrét Ákadóttir

Þórður Guðjónsson


Meistaraflokksráð karla

Hjálmur Dór Hjálmsson – formaður

Ármann Smári Björnsson

Brandur Sigurjónsson

Haraldur Ingólfsson

Theodór Freyr Hervarsson


Meistaraflokksráð kvenna

Jónína Víglundsdóttir - formaður

Lára Dóra Valdimarsdóttir

Magnea Guðlaugsdóttir


Framkvæmdastjórn

Eggert Herbertsson – formaður

Heimir Fannar Gunnlaugsson-varaformaður

Linda Dagmar Hallfreðsdóttir – formaður Barna-og unglingaráð


Stefna einelti ofbeldi áreitni


Geir Þorsteinsson 

Framkvæmdarstjóri


Sími: 896-4473

geir@ia.is


Páll Guðmundur Ásgeirsson

Skrifstofu-og verkefnastjóri KFÍA


Sími:858-7361

palli@ia.is 



Item Link

Description Title

Write a description for this tab and include information that will interest site visitors. For example if you are using tabs to show different services write about what makes this service unique. If you are using tabs to display restaurant items write about what makes a specific dish particularly worthwhile or delicious.

Item Link

Metnaður

Metnaður, sem er sigurvilji, vilji til þess að bæta sig stöðugt, jafnt innan vallar sem utan, skara framúr.

Vinnusemi

Vinnusemi, því árangur næst aldrei nema með þrotlausri vinnu og lærdómsfýsn.

Þrautseigja

Þrautseigja, sá eiginleiki að gefast aldrei upp þótt á móti blási.

Virðing

Virðing, til hvers annars, utan sem innan vallar, gagnvart þjálfara, meðspilurum og andstæðingum.

Agi

Agi, til að fylgja ákvörðunum þjálfara og dómara, sjálfsagi á æfingum og leik.
Share by: