FRÉTTIR

FLEIRI FRÉTTIR
 • SAGAN 1955

  1955

  ÍA byrjaði tímabilið líkt og það síðasta endaði. Ekkert benti til annars en meistaratitillinn yrði áfram á Akranesi. Það fór þó á annan veg. Liðið gaf eftir gegn erkióvininum KR. Margt viðburðaríkt gerðist þó hjá liðinu og m.a vann liðið frækinn sigur á danska landsliðinu.

  LESA MEIRA
 • SAGAN 1956

  1956

  Stóru tíðindi ársins eru heimkoma Helga Daníelssonar landsliðsmarkvarðar sem á ný var komin í herbúðir Skagamanna. Liðið er sem fyrr álitið sigurstranglegt. Tíu af leikmönnum liðsins eru í landsliðshópnum gegn áhugamannaliði Englands og þykir það til marks um styrkleika leikmannahópsins.  

  LESA MEIRA
 • SAGAN 2002

  2002

  Róðurinn var erfiður hjá Skagamönnum þetta árið. Liðið náði sér aldrei verulega á strik, þrátt fyrir að sumir leikir væru ágætlega leiknir. Liðið tók þátt í undan- keppni Meistaradeildar Evrópu en féll út í fyrstu umferð gegn liði frá Bostníu. Liðið endar um miðja deild og kemst ekki í Evrópukeppni eftir samfellda 10 ára þátttöku. 

  LESA MEIRA
 • SAGAN 1984

  1984

  Skagamenn fögnuðu meistaratitlinum annað árið í röð undir stjórn Harðar Helga- sonar og urðu bikarmeistarar þriðja árið í röð. Liðið hafði unnið það einstæða afrek að vinna deild og bikar tvö ár í röð. Karl Þórðarson kom heim á ný úr atvinnu- mennsku. Bjarni Sigurðsson var valinn leik- maður ársins af leikmönnum deildarinnar.

  LESA MEIRA
 • SAGAN 1967

  1967

  Þótt háðulegt tap íslenska landsliðsins 14 – 2 gegn Dönum hafi verið það fyrsta sem kemur upp í hugann árið 1967, var það ekki síður mikið áfall þegar Akranesliðið féll í 2.deild. Hin mikla endurnýjun  á liðinu hafði tekið sinn toll og þrátt fyrir að leika góða knattspyrnu voru ungu leikmennirnir ekki tilbúnir í hina hörðu keppni 1.deildar.

  LESA MEIRA