FRÉTTIR

FLEIRI FRÉTTIR
 • SAGAN 1958

  1958

  Skagamenn vinna Íslandsmótið í fimmta skipti, en meistaratitillinn er þó ekki afhentur að loknum síðasta leik. Skondið kærumál kom upp eftir leik liðsins gegn Hafnfirðingum og tók tíma að úrskurða í málinu. Svo fór kærunni var vísað frá og bikarinn afhentur 15 mars 1959, röskum sex mánuðum eftir að hann vannst. 

  LESA MEIRA
 • SAGAN 1984

  1984

  Skagamenn fögnuðu meistaratitlinum annað árið í röð undir stjórn Harðar Helga- sonar og urðu bikarmeistarar þriðja árið í röð. Liðið hafði unnið það einstæða afrek að vinna deild og bikar tvö ár í röð. Karl Þórðarson kom heim á ný úr atvinnu- mennsku. Bjarni Sigurðsson var valinn leik- maður ársins af leikmönnum deildarinnar.

  LESA MEIRA
 • SAGAN 1968

  1968

  Árið var að því leyti óvenjulegt fyrir Akurnesinga að nú voru þeirra menn ekki að leika gegn sterkustu liðum landsins eins og þeir höfðu gert um langt skeið. Þrátt fyrir það var þetta gott uppbyggingaár fyrir liðið og skemmst er frá því að segja að liðið hafði algera yfirburði í 2.deild og tryggði sig meðal hinna bestu á öruggan hátt.

  LESA MEIRA
 • SAGAN 1989

  1989

  Skagamenn tefla fram ungu og efnilegu liði með tvö leikreynda leikmenn Karl Þórðarson og Guðbjörn Tryggvason. Á undanförnum árum hafa  margir ungir leik- menn komið fram á sjónarsviðið. Nokkurn tíma tekur  fyrir þá að aðlagast hinni hörðu keppni í 1.deild. Það er greinilegt á leik liðsins að það á nokkuð í land.

  LESA MEIRA
 • SAGAN 1992

  1992

  Skagamenn verða Íslandsmeistarar og setja met. Þeir eru fyrstir til að sigra 1.deildina á sínu fyrsta ári eftir veru í 2.deild. Þeir voru vel að titlinum komnir og ljóst er að sú bjartsýni sem stuðningsmenn höfðu á að liðið færi fljótt í fremstu röð á ný átti við rök að styðjast. Liðið tók fljótt forystu í deildarkeppninni og gaf hana ekki eftir.   

  LESA MEIRA